Reiknaði allan 10. bekkinn aftur

mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Öllum tíundu bekkingum á landinu er boðið á ókeypis stærðfræðinámskeið um næstu helgi. Ástæðan? „Þetta er bara hluti af okkar samfélagslegu ábyrgð. Hjálpa fólki að búa sig undir próf,“ segir Davíð Ingi Magnússon, framkvæmdastjóri Nóbel námsbúða.

Alls eru um fjögur þúsund nemendur í tíunda bekk á landinu öllu en Óttar Guðmundsson, 24 ára nemi í hugbúnaðarverkfræði, ætlar kenna þeim fræðin. „Hann hefur mikinn áhuga á þessu og er nú þegar búinn að reikna upp allan tíunda bekkinn aftur. Hann er að klára prófin sín og verður síðan til staðar fyrir þau,“ segir Davíð, en nemendurnir munu jafnframt hafa aðgang að Óttari í gegnum Facebook síðu námskeiðsins.

Fleiri nemendur en í HR

Fyrirtækið Nóbel námsbúðir hóf fyrst starfsemi sína haustið 2010, en þá voru kennd upprifjunarnámskeið í stærðfræði og bókhaldi fyrir viðskiptafræðinemendur Háskóla Íslands. Þó að stutt sé liðið frá þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag bjóða Nóbel námsbúðir upp á stærsta og fjölbreyttasta úrval undirbúningsnámskeiða á Íslandi. 

Í dag eru nemendur Nóbel námsbúða fleiri en í Háskólanum í Reykjavík og öllum öðrum menntastofnunum á Íslandi, að Háskóla Íslands undanskildum.

Nóbel í grunnskóla?

Nóbel hefur þó hingað til ekki verið með námskeið í grunnskólum og aðspurður hvort þettta sé fyrsta skrefið í innreið á þann markað segir Davíð að ekkert hafi verið áveðið. „Þetta kann að hljóma sem klisja en markmiðið er bara að aðstoða alla nemendur sem þurfa aðtstoð,“ segir hann.

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið þar sem ákveða þarf staðsetningu með tilliti til nemendafjölda. Stærðfræðidagurinn fer fram laugardaginn 9. maí frá klukkan 10:00-18:00.

Davíð Ingi Magnússon
Davíð Ingi Magnússon Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK