FME neitar að tjá sig um brot gegn trúnaðarskyldu

Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur ekki viljað tjá sig í …
Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hefur ekki viljað tjá sig í kjölfar þess að starfsmaður eftirlitsins brást trúnaðarskyldu sinni. mbl.is/Styrmir Kári

Forstjóri Fjármálaeftirlitsins, Unnur Gunnarsdóttir, neitar að tjá sig um þau mistök sem urðu hjá starfsmanni eftirlitsins og urðu til þess að trúnaðarupplýsingar varðandi fjárhagslega stöðu Sparisjóðs Norðurlands voru gerðar opinberar.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að nú er unnið að sameiginlegri yfirlýsingu FME og Seðlabankans vegna mistakanna en stofnanirnar vinna nú að því að varpa frekara ljósi á hvernig það gat gerst að Seðlabankinn fékk þær upplýsingar að viðkomandi gögn væru hæf til birtingar þegar trúnaður átti í raun að ríkja um þau.

Forsvarsmenn Sparisjóðs Norðurlands undirbúa nú bréf til beggja stofnananna vegna uppákomunnar að sögn Hólmgeirs Karlssonar stjórnarformanns sjóðsins en hann las um það í fjölmiðlum að Seðlabankinn hefði birt opinberlega upplýsingar um eiginfjárstöðu sjóðsins og heildartap af rekstri hans á síðasta rekstrarári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK