Mala gull með hjálp prinsessunnar

Prinsessan með fallega prjónaða húfu.
Prinsessan með fallega prjónaða húfu. AFP

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja daga gömul er litla prinsessan þegar farin að leggja línurnar í tískuheiminum. Að minnsta kosti hefur teppið hennar selst upp og handavinnufólk lítur til prjónanna. Þetta er reyndar engin nýlunda þar sem aðrir fjölskyldumeðlimir hafa sömu áhrif.

Prinsessan var vafin í hvítt vélprjónað teppi og með prjónaða húfu þegar heimsbyggðin sá hana í fyrsta sinn á laugardag. Teppið er frá fyrirtækinu G.H Hurt&Son og hefur það þegar selst upp í netversluninni. Tveggja vikna bið er nú eftir því og biðlistinn mun sennilega aðeins lengjast.

Fyrirtækið er með sterk tengsl við konungsfjölskylduna sem rekja má aftur til ársins 1948. Þá vafði Elísabet drottning Karli Bretaprins í teppi frá sama fyrirtæki. Díana og Karl viðhéldu hefðinni og vöfðu Vilhjálmi, pabba litlu prinsessunnar, í sams konar teppi. Þá var Georg einnig í teppi frá fyrirtækinu árið 2013 þegar heimsbyggðin sá hann í fyrsta sinn.

G.H Hurt&Son er lítið breskt fjölskyldufyrirtæki og í samtali við Daily Mail segir Gillian Taylor, forstjóri fyrirtækisins, að teppið hafi rokselst um leið og prinsessan sást í því. Hún segir pantanir hafa komið víðs vegar að og sagði það vera heiður að hefðinni væri viðhaldið með þessum hætti.

Ekki komin uppskrift

Rætt hefur verið um teppið í Facebook hópnum „Handóðir prjónarar“ þar sem meðlimir spá í uppskriftina undir myndum af teppinu. Samkvæmt upplýsingum frá handavinnubúðinni Amma mús er hvorki til uppskrift af teppinu né húfunni. Starfsmaður taldi þó líklegt að uppskrift myndi berast miðað við æðið sem hefur myndast í kringum prjónavörur hjá öðrum konunglegum börnum.

Þrátt fyrir að augu heimsbyggðarinnar hafi verið á prinsessunni vakti móðirin Katrín einnig mikla athygli en mikið hefur verið rætt um sérstaklega gott útlit hennar. Kate var í gulum og hvítum kjól frá hönnuðinum Jenny Packham. Kjóllinn er ekki fáanlegur en hins vegar hafa konur verið hvattar til þess að vera fljótar að ná sér kjól í svipuðum stíl, þar sem líklegt þykir að gulir kjólar með blómamynstri muni snarseljast upp.

<blockquote class="twitter-tweet">

The Duchess wore a bespoke silk shift dress with buttercup print. <a href="http://t.co/SslaC490va">pic.twitter.com/SslaC490va</a>

— Jenny Packham (@jennypackham) <a href="https://twitter.com/jennypackham/status/594558752499589121">May 2, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Packham er í miklu uppáhaldi hjá Katrínu og hún hefur margoft klæðst hönnun hennar. Þar á meðal þegar hún fór heim með Georg prins en þá var hún í bláum kjól með hvítum doppum. Í kjölfarið hrundi vefsíðan hjá Packham vegna ásóknar og doppóttir kjólar seldust víða upp í Bretlandi.

Prinsessan skilað 80 milljónum punda

Þessi áhrif Katrínar á sölu hafa verið nefnd „The Kate effect“ eða „Katrínaráhrifin“. Annað dæmi  um þetta er ljósblá óléttukápa frá tískuhúsinu Seraphine. Katrín klæddist henni við nokkur tilefni í janúar og kápan sló samstundis í gegn. Bæði meðal óléttra kvenna og annarra. Kápan seldist strax upp og er nú markaðssett undir setningunni „Worn by the Duchess of Cambridge“.

Sérfræðingar hafa talið þessi áhrif hennar vera hundruð milljóna punda virði fyrir hagkerfið. Þá bæta börnin um betur en Georg litli er talinn hafa valdið allt að 240 milljón punda innspýtingu í hagkerfið. Auk þess sem varningur sem tengist börnunum rýkur út er háum fjárhæðum eytt í veisluhöld tengdum þeim. Til dæmis var talið að um 62 milljónum punda hafi verið eytt í áfengi til þess að fagna fæðingu Gerorgs og 25 milljónum punda í partímat.

Þrátt fyrir að vera aðeins tveggja daga gömul er prinsessan þegar talin hafa skilað 80 milljónum punda í hagkerfið. Talið er að sala á bollum, diskum, bolum og öðrum minjagripum tengdum henni muni nema allt að einum milljarði punda áður en hún nær tíu ára aldri. 

Georg selur fötin líka

Vilhjálmur og Georg vöktu þá einnig athygli á laugardaginn, en þeir voru klæddir í stíl, báðir í bláum peysum. Peysan hans Georgs var frá Amaia og kostar 40 pund en hún er þegar uppseld í sama bláa lit og Georg litli klæddist.

<blockquote class="twitter-tweet">

<a href="https://twitter.com/hashtag/Royal?src=hash">#Royal</a> Prince <a href="https://twitter.com/hashtag/George?src=hash">#George</a> arrives to meet his sister. <a href="https://twitter.com/hashtag/Kate?src=hash">#Kate</a> <a href="https://t.co/dEGQxDjJD1">https://t.co/dEGQxDjJD1</a>

— Paul Harrison (@SkyNewsEditor) <a href="https://twitter.com/SkyNewsEditor/status/594521678039937024">May 2, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
Það er hefð innan konungsfjölskyldunnar að vefja nýfæddum ungum í …
Það er hefð innan konungsfjölskyldunnar að vefja nýfæddum ungum í teppi frá G.H Hurt&Sons. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK