Verðbólga vegna stöðugleikaskatts?

Stöðugleikaskatturinn gæti orðið verðbólguhvetjandi.
Stöðugleikaskatturinn gæti orðið verðbólguhvetjandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ef ríkið nýtir stöðugleikaskattinn til fjárfestingar og veitir honum beint út í hagkerfið jafgildir umbreytingin peningaprentun sem er verðbólguhvetjandi. „Ráðlegra væri að nýta hann til að greiða niður hluta þeirra miklu skulda sem stofnað var til í kjölfar fjármálakreppunnar, t.a.m. skuld ríkisins við Seðlabankann sem stóð í um 180 milljörðum króna um áramótin.

Þetta kemur fram á Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka. 

Í kynningu Seðlabankastjóra árið 2011 var sett fram skýringarmynd um afnámsáætlunina og miðað við hana má gera ráð fyrir að yfirvöld séu á barmi þess að hefja Áfanga II í afnámsferlinu.

Svokallaður stöðugleikaskattur hefur ítrekað verið nefndur að undanförnu sem leið til að milda áhrif útflæðis fjármagns frá landinu samhliða afnámi gjaldeyrishafta og samkvæmt fjármálaráðherra mun þessi leið aðallega snúa að slitabúum föllnu bankanna. Ekkert hefur nánar verið gefið upp en Greiningardeildin segir sterk rök hníga að því að innheimta einungis skatt af innlendum eignum þar sem erlendar eignir búanna ógna í reynd ekki greiðslujöfnuði þjóðarbúsins.

176 til 529 milljarðar 

Farið er yfir líklegar heimtur af skattinum en bent er á að eignir gamla  Landsbankans umfram forgangskröfur séu um 240 milljarðar króna og stærsti hluti innlendra eigna búsins er langtímaskuldabréf nýja Landsbankans. Því

Því myndi skatturinn sem innheimtist úr búi Landsbankans líklega vera lítill í samanburði við þrotabú hinna bankanna og er því litið frma hjá því. 

Ef 25-75% skattur yrði hins vegar lagður á innlendar eignir Glitnis og Kaupþings gætu innheimst á bilinu 144 til 431 milljaðar króna þaðan. Ef aftur á móti skatturinn yrði lagður á heildareignir mætti áætla að prósentan yrði töluvert lægri. „Í okkar sviðsmynd gerum við ráð fyrir 10-30% skatti á heildareignir, sem myndi þá skila 176 til 529 milljörðum króna úr búum Glitnis og Kaupþings.

„Þetta eru verulegar fjárhæðir og því mikilvægt fyrir hagkerfið hvernig skattinum verður ráðstafað. Tryggja þarf að óvirku fjármagni verði ekki umbreytt í virkt fjármagn, en sá hluti innlendra eigna sem í dag eru innstæður hafa legið óhreyfðar í alllangan tíma og flokkast því sem óvirkt fjármagn.“

Afnámsáætlunin
Afnámsáætlunin
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK