Horfðu á ársfundinn í beinni

Ársfundur Landsvirkjunar á hálfrar aldar afmæli fyrirtækisins er sýndur hér í beinni útsendingu á mbl.is. Fundurinn fer fram í Eldborgarsalnum í Hörpu frá klukkan 14 til 16 og er öllum opinn.

Dag­skrá­in er svohljóðandi:

  • Hörður Arn­ar­son for­stjóri og Ragna Árna­dótt­ir aðstoðarfor­stjóri bjóða gesti vel­komna.
  • Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, flyt­ur ávarp.
  • Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, flyt­ur ávarp.
  • Jón­as Þór Guðmunds­son stjórn­ar­formaður: Árang­ur og áskor­an­ir í 50 ár.
  • Hörður Arn­ar­son for­stjóri: Verðmæti til framtíðar - í orku og nátt­úru Íslands.

Þá verður ný mynd um upp­haf Lands­virkj­un­ar og bygg­ingu Búr­fells­virkj­un­ar frum­sýnd.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/UMiBIY2J-zs" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>

Líkt og mbl hefur áður greint frá má búast við því að af­koma Lands­virkj­un­ar muni batna frek­ar á kom­andi árum. Þá opn­ast mögu­leik­ar á frek­ari arðgreiðslum til eig­anda Lands­virkj­un­ar, sem er ís­lenska þjóðin.

Á síðasta aðalfundi Landsvirkjunar var samþykkt að greiða 1,5 millj­arða í arð fyr­ir árið 2014.

Frétt mbl.is: Mesti hagnaður frá upphafi

Frétt mbl.is: Ársskýrslan sópaði inn verðlaunum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK