Myndi kaupa í Norður-Kóreu

Kim Jong-Un á Mount Paektu í apríl sl. Rogers segir …
Kim Jong-Un á Mount Paektu í apríl sl. Rogers segir hann standa fyrir mögnuðum breytingum. AFP

„Ég er mjög spenntur fyrir Norður-Kóreu. Ég myndi setja alla peningana mína þangað ef ég gæti. Gríðarlegar breytingar eru í kortunum þar,“ segir fjárfestirinn Jim Rogers. Hann er frægur fjárfestir og fyrirlesari sem hefur öðlast frægð fyrir að þora að fjárfesta þar sem aðrir voga sér ekki. 

„Ég hefði aldrei fjárfest í Norður-Kóreu þegar pabbi eða afi Kim Jong-Un voru við völd. En það er eins og að segja að á níunda áratugnum hefðirðu aldrei fjárfest í Kína vegna Mao Zedong.“

„Mao var látinn og Deng Xiaoping var að leiða í gegn miklar breytingar. Þeir eru að gera miklar breytingar í Norður-Kóreu. Krakkinn er að gera magnaðar breytingar,“ hefur CNN Money eftir Rogers.

Rogers er bandarískur en býr í Singapúr. Í samtali við CNN Money segist hann helst horfa til kínverska hlutabréfamarkaðarins í dag. Aðspurður um Bandaríkjadalinn, sem hefur styrkst mikið á liðnum mánuðum, segist hann hafa áhyggjur af öllu sem rýkur upp með þeim hætti og nefnir bólumyndun.

Hann segist helst vera að kaupa á mörkuðum sem „liggja í þunglyndi“, líkt og Kína og Japan. Þá bendir hann á að mögulega sé hægt að horfa til Íran, nokkurra landa í Afríku og Kazakhstan. Það séu ekki stórir markaðir, en þeir séu hins vegar að opnast og breytast.

Frétt CNN Money.

Jim Rogers
Jim Rogers Mynd af Wikipedia
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK