Staða heimilanna hefur batnað mikið

Væntingar íslenskra neytenda lækkuðu hins vegar mikið nú í apríl
Væntingar íslenskra neytenda lækkuðu hins vegar mikið nú í apríl Nærmynd

Hagur heimila fór mikið batnandi á árinu 2014 og sama gildir um það sem af er 2015. Kaupmáttur launa jókst mikið á árinu 2014 og sama má segja um ráðstöfunartekjur heimilanna.

Í lok ársins 2014 námu skuldir heimilanna rúmlega 90,5% af landsframleiðslu og höfðu lækkað um tæplega 10% frá fyrra ári sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu. Á sama mælikvarða höfðu skuldir heimilanna lækkað um 5% árið 2013 og 3,5% árið 2012. Sé miðað við landsframleiðslu hafa skuldir heimilanna ekki verið lægri síðan 2004.

Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans.

Eigið fé heimila í íbúðarhúsnæði hefur aukist mikið á síðustu árum og hrein eign heimila hefur aldrei verið hærri en í árslok 2014 sé miðað við hlutfall af ráðstöfunartekjum. Mikil hækkun fasteignaverðs skýrir mikinn hluta af þessari þróun en skuldir heimilanna hafa líka lækkað.

Neikvæðar væntingar ýta undir skuldalækkun

Væntingar íslenskra neytenda lækkuðu hins vegar mikið nú í apríl og væntingavísitala Gallup lækkaði um 17 stig milli mánaða sem er mesta lækkun í u.þ.b. tvö ár.

Ætla má að sífelldar og neikvæðar fréttir af stöðu kjaramála hafi þarna nokkur áhrif. Engu að síður er líklegt að hér sé um tímabundna lækkun að ræða þar sem horfur eru góðar í hagkerfinu. Neikvæðari væntingar heimila til framtíðarinnar gætu hins vegar ýtt undir þá þróun sem hefur verið í gangi um lægri skuldir og betri eiginfjárstöðu þeirra.

Skuldalækkunaraðgerðir ríkisstjórnarinnar og betri horfur í efnahagsmálum hafa ýtt undir einkaneyslu og fjárfestingar heimilanna. Neikvæðar væntingar kunna að halda aftur af þeirri þróun

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK