Lok og læs á landsbyggðinni

Miði var hendur upp á Dominos í gærkvöldi. Lokað er …
Miði var hendur upp á Dominos í gærkvöldi. Lokað er í dag og á morgun. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Veitingastaðir víðs vegar um landið eru lokaðir í dag. Til dæmis eru þrír staðir lokaðir hjá Dominos og einn hjá KFC. Ríflega 10 þúsund manns lögðu niður vinnu á miðnætti fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Keflavík. 

„Við virðum auðvitað verkfallsaðgerðir og þar af leiðandi er ekkert annað í stöðunni en að loka búðunum,“ segir Birgir Örn Birgisson, framkvæmdastjóri Dominos. Loka þurfti veitingastöðum keðjunnar á Akureyri, Selfossi og Akranesi í dag og á morgun vegna verkfallsaðgerða SGS. Aðspurður hvort hann hafi áhyggjur af rekstrinum segist hann hafa meiri áhyggjur af sínu fólki sem fær engar tekjur. „En við erum bara öll að tapa í þessari stöðu.“

Fjórðungur í verkfall?

Ef samningar nást ekki skellur á ótímabundið allsherjarverkfall þann 6. júní nk. hjá VR, Landssambandi íslenskra verzlunarmanna og Flóabandalaginu. Þá munu um 70 þúsund manns, eða um fjórðungur landsmanna, leggja niður störf.

„Ef svo fer þurfum við auðvitað bara að loka öllum stöðunum, símaverinu og vinnslunni. Við verðum bara óstarfhæf þar til samningar nást,“ segir Birgir. „Auðvitað vonumst við til þess að svo verði ekki en þetta er möguleg staða sem þarf að fara hugsa um.“

Vegna verkfallsaðgerða SGS verða verslanir okkar á Akranesi, Selfossi og Akureyri lokaðar í dag og á morgun.Verslanirnar opna aftur á hefðbundnum tíma á föstudag.

Posted by Domino's Pizza - Ísland on Wednesday, May 6, 2015


Veitingastaðurinn Greifinn stendur opinn í dag, en að sögn Ara Björns Þórissonar, framkvæmdastjóra, er verið að keyra á um 40 til 50 prósent afkastagetu. Hann segir eigendur vera mætta til þess að leggja hönd á plóg auk þess sem nokkrir faglærðir starfsmenn séu á staðnum. „Við reynum bara að komast í gegnum þetta í sameiningu,“ segir hann.

Opið í dag. Nemar, faglærðir og eigendur standa vaktina. Heimsending og símsvörun takmörkuð er líða fer á daginn. Minnum á greifinn.is og APPið okkar til að panta.

Posted by Greifinn Veitingahús on Wednesday, May 6, 2015
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK