Meiri loðna = 15 milljarðar í viðbót?

Loðna úr vesturgöngunni.
Loðna úr vesturgöngunni. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Loðnuveiðar íslenskra skipa námu um 353 þúsund tonnum á nýliðinni vertíð sem er ríflega þrefalt meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Ekki tókst þó að veiða upp í það heildaraflamark sem rann til íslenskra skipa en það nam 405 þúsund tonnum.

Í Hagsjá Landsbankans kemur fram að gera megi ráð fyrir að útflutningsverðmæti vertíðarinnar nemi í kringum 30 milljörðum króna.

Endanlegar tölur um útflutningsverðmæti loðnu fyrir vertíðina eru ekki komnar enda hluti loðnuafurða oft ekki fluttur út fyrr en nokkrum vikum eða mánuðum eftir lok vertíðar. Á síðasta ári nam útflutningurinn um 14,8 milljörðum króna og verður því um 15 milljörðum meiri á þessu ári ef áætlunin reynist rétt.

Landsframleiðslan var um 1.993 milljarðar króna í fyrra og yrðu bein hagvaxtaráhrif þessa aukins útflutninga í kringum 0,8 prósentur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK