Brot gegn trúnaðarskyldu kann að varða refsiábyrgð

Seðlabankinn.
Seðlabankinn. mbl.is/Árni Sæberg

Helgi Sigurðsson hæstaréttarlögmaður segir að sá starfsmaður Seðlabankans sem beri ábyrgð á því að gögn sem trúnaður átti að ríkja um og voru birt í skýrslu bankans hafi brotið gegn þagnarskylduákvæðum laga.

Slík brot kunna að varða refsiábyrgð og telur Helgi að það hljóti að koma til skoðunar að Seðlabankinn áminni viðkomandi starfsmann, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Í svari Seðlabankans við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að Már Guðmundsson, bankastjóri, beri ábyrgð á öllu útgefnu efni bankans. Talsmaður bankans segir að verið sé að skoða mál tengd fyrrnefndum mistökum en vill ekki upplýsa í hverju sú skoðun felst né heldur á hvers hendi hún sé.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK