Vaxandi líkur á stýrivaxtahækkun

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Árni Sæberg

Við spáum að peningastefnunefnd Seðlabankans kjósi að halda stýrivöxtum óbreyttum að sinni á næsta vaxtaákvörðunarfundi þann 13. maí. Þá fara líkur á stýrivaxtahækkun í haust vaxandi.

„Óvissa vegna yfirstandandi kjarasamninga verður nefndarmönnum án efa ofarlega í huga á komandi fundi og ólíklegt að farið verði að hrófla við vaxtastiginu í miðjum kjaraviðræðum.“

Þetta segir í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka. Þar segir að febrúarspá Peningamála hafi líklega falið í sér vanmat á verðbólgu framundan frekar en ofmat þar sem húsnæðisverð hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuði og sömuleiðis hefur bensínverð hækkað og því eru litlar líkur á frekari verðbólguhjöðnun.

Þá hefur peningastefnunefndin lagt áherslu á að verðbólguvæntingar nái traustri kjölfestu en hækkun verðbólguálags á markaði bendir til að sú kjölfesta sé ekki til staðar, þótt vissulega megi rekja hækkun verðbólguálags að einhverjum hluta til aukins áhættuálags á markaði.

„ Öll rök hníga þannig að því að halda stýrivöxtum óbreyttum í bili en ef kjarasamningar fela í sér launahækkanir umfram það sem verðbólgumarkmið Seðlabankans leyfir er ljóst að stýrivaxtahækkana er að vænta með haustinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK