Hagnaður jókst um tæp 50%

Landsbankinn
Landsbankinn mbl.is/Hjörtur

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 6,4 milljarða króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins 2015 en hagnaður á sama tímabili árið 2014 nam 4,3 milljörðum króna.

Hreinar þjónustutekjur námu 1,6 milljörðum króna og hafa aukist um 8% frá sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur bankans hafa þá hækkað um fimm milljarða króna, sem skýrist að miklum hluta af auknum hagnaði af hlutabréfum á tímabilinu.

Kostnaðarhlutfall lækkar umtalsvert, er 48% á fyrstu þremur mánuðum ársins en var 72% á sama tímabili árið áður. 

Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 10,6% samanborið við 7,3% fyrir sama tímabil árið 2014.

„Sterk staða“

„Rekstur bankans hefur gengið vel það sem af er ári. Staða hans er áfram sterk,” er haft eftir Steinþóri Pálssyni, bankastjóra í tilkynningu. Þá bendir hann á að Landsbankinn greiddi tæplega 24 milljarða króna í arð til eigenda sinna vegna reksturs ársins 2014 og hefur greitt 53,5 milljarða í arð vegna síðustu þriggja ára.

Vegna arðgreiðslunnar hefur eigið fé bankans lækkað um 7 prósent frá áramótum en í lok mars nam það um 233,9 milljörðum króna.

Heildareignir bankans námu 1.172 milljörðum í lok mars 2015. Eiginfjárhlutfall bankans er nú 26,7% en var 24,8% í lok mars 2014. Það er umfram kröfur FME.

Aukin innlán

Innlán viðskiptavina hafa aukist umtalsvert og eru 624 milljarðar króna í lok mars 2015. Ný útlán til viðskiptavina á fyrsta ársfjórðungi eru um 37 milljarðar króna, en að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta hækka heildarútlán um 17 milljarða á tímabilinu. Þar af um 7 milljarða vegna samruna við Sparisjóð Vestmannaeyja.

Heildarvanskil hjá fyrirtækjum og heimilum stóðu í 2,3% í lok mars 2015, og standa í stað á árinu.

Áhrifa sameiningar Landsbankans við Sparisjóð Vestmannaeyja á reksturinn mun ekki gæta fyrr en í 6 mánaða uppgjöri bankans.

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Kristinn
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK