Grikkir redduðu sér fyrir horn

AFP

Grikkjum tókst með naumindum að forðast greiðslufall í dag en greiðslufallið hefði getað þýtt að ríkinu yrði gert að yfirgefa evru-svæðið. Hætta er á að það sé skammgóður vermir því þegar hefur verið varað við öðru mögulegu greiðslufalli eftir tvær vikur ef ekki tekst að semja við lánadrottna.

Ríkisstjórn Grikklands tókst í gær að skrapa saman nægu fé til þess að greiða afborgun af 750 milljón evra láni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, samkvæmt upplýsingum frá gríska fjármálaráðuneytinu.

Ágætlega miðar í viðræðum Grikkja og fjármálaráðherra evru-ríkjanna en enn hefur ekki tekist að ná samkomulagi. 

Fjármálaráðherra Grikklands, Yanis Varoufakis, viðurkennir að Aþena standi frammi fyrir fjármálakreppu á sama tíma og landið reynir að standa við afborganir af þeim 240 milljörðum evra sem landið hefur fengið að láni á undanförnum árum frá öðrum ríkjum Evrópu og alþjóðlegum fjármálastofnunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK