Asía skarar fram úr

Fimm lönd Asíu eru efstu sætunum þegar kemur að menntamálum í heiminum, samkvæmt nýrri rannsókn OECD um menntamál. Ísland er í 33 sæti en Finnland stendur best að vígi meðal ríkja Evrópu, er í sjötta sæti.

Ríki Afríku eru í neðstu sætunum, Gana er í því neðsta en alls eru 76 lönd í samantektinni.

Singapúr er í efsta sæti, Hong Kong í öðru, Suður-Kórea því þriðja og í fjórða til fimmta sæti eru Japan og Taívan.

Eistar koma á eftir Finnum, Sviss er í áttunda sæti, Holland níunda og Kanada í tíunda sæti. Pólland er í ellefta sæti listans en Víetnam er í 12. Bretland er í sæti 20 og Bandaríkin í 28.

Noregur í sæti 25 og Danmörk í sæti 22. Svíar reka lestina af Norðurlöndunum og eru í sæti 35.

Um er að ræða samanburð á milli 76 landa sem byggir á niðurstöðu úr prófum og sýnd eru tengsl á milli hagvaxtar og menntunar.

BBC er með gagnvirka framsetningu á rannsókninni

OECD

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK