Frumkvöðlar gáfu hálfa milljón

Stofnendur Mystma eru: Andrea Björnsdóttir, Arnór Rafn Gíslason, Goði Már …
Stofnendur Mystma eru: Andrea Björnsdóttir, Arnór Rafn Gíslason, Goði Már Daðason, Gunnar Bjarki Björnsson, Helga Sigríður Magnúsdóttir og Hjalti Steinar Sigurbjörnsson

Sex nemendur í Verslunarskóla Íslands stofnuðu í vor fyrirtæki í áfanga sem nefnist frumkvöðlafræði. Þau hönnuðu nælur sem voru seldar í tengslum við Mottumars Krabbameinsfélagsins. Verkefnið skilaði Krabbameinsfélaginu tæplega hálfri milljón króna.

Einn þeirra sem stofnaði fyrirtækið heitir Gunnar Bjarki Björnsson en hann mun útskrifast úr Verslunarskólanum á næstu dögum.

Hann segir í tilkynningu að þau hafi átt að koma með hugmynd að vöru eða þjónustu og fylgja henni áfram að veruleika í áfanganum.

„ Okkar hugmynd var að hanna nælur, sem ætlaðar væru sem bindisnælur eða nælur til að festa í jakka, til styrktar Mottumars. Við fengum Sign skartgripi í lið með okkur og aðstoðuðu þau okkur við hönnun nælunnar. Fyrirtækið okkar fékk nafnið Mystma og var það okkar sýn að Mottumars vantaði áþreifanlega, einkennandi vöru fyrir átakið, líkt og Bleika slaufan er.

Við fengum aðstoð og styrki frá hinum ýmsu fyrirtækjum til að gera vöruna okkar að veruleika og má þar nefna Ergo, Valitor, JS Gunnarsson, Torg, Ferli og Tölvumiðlun. Við fórum í samstarf með Bestseller, fyrirtækinu sem sér meðal annars um Jack and Jones, Selected, Vera Moda og Vila verslanirnar og fengum við að selja næluna okkar þar á meðan Mottumars stóð sem hæst,““ segir Gunnar í tilkynningu.

Í gær afhenti hópurinn, þau Andrea Björnsdóttir, Arnór Rafn Gíslason, Goði Már Daðason, Gunnar Bjarki Björnsson, Helga Sigríður Magnúsdóttir og Hjalti Steinar Sigurbjörnsson Krabbameinsfélaginu peninginn sem þau höfðum safnað með sölu á nælunni.

Upphæðin nam tæpri hálfri milljón eða 470.000 kr. og þau segjast ótrúlega stolt af þessum árangri.

„Þetta hefði aldrei tekist án allra þeirra sem tóku þátt í þessu með okkur, veittu okkur aðstoð og hjálpuðu okkur að ná þangað sem við vildum komast. Ef allt gengur að óskum ætlum við okkur að koma aftur á næsta ári, enn betur undirbúin og reynslunni ríkari.

Mottumars er einstaklega skemmtilegt átak og sáum við að fólk var meira en tilbúið að leggja okkur lið og styrkja gott málefni,“ segja ungmennin sem stofnuðu fyrirtæki í áfanga í Verslunarskólanum.

Nælan sem hópurinn hannaði og var seld til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Nælan sem hópurinn hannaði og var seld til styrktar Krabbameinsfélaginu.
Stofnendur Mystma eru: Andrea Björnsdóttir, Arnór Rafn Gíslason, Goði Már …
Stofnendur Mystma eru: Andrea Björnsdóttir, Arnór Rafn Gíslason, Goði Már Daðason, Gunnar Bjarki Björnsson, Helga Sigríður Magnúsdóttir og Hjalti Steinar Sigurbjörnsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK