Carlsberg segir upp 180

Fólk í biðröð við einstaka auglýsingu Carlsberg í London fyrr …
Fólk í biðröð við einstaka auglýsingu Carlsberg í London fyrr á árinu þar sem bjórdælu hafði verið komið fyrir í miðjunni. Þar gátu gestir og gangandi fengið frían bjór. AFP

Drykkjaframleiðandinn Carlsberg þarf að segja upp 180 starfsmönnum. Þar af 75 í Danmörku. Uppsagnirnar eru liður í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins sem nefnast „Fit for Future“.

Starfsmennirnir starfa hjá nokkrum deildum innan fyrirtækisins en þeir sem missa vinnuna í Danmörku starfa hjá höfuðstöðvunum í Kaupmannahöfn.

Dagens Industri greinir frá þessu.

Carlsberg hefur ekki farið varhluta af slæmu efnahagsástandi í Rússlandi þar sem fyrirtækið er stærsti bjórframleiðandinn þar í landi. Fyrirtækið tapaði 155 milljónum danskra króna í Austur-Evrópu á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 8 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra þar sem sala dróst saman um 16 prósent.

Uppgjör Carlsberg á fyrsta ársfjórðungi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK