George Lucas græðir hundruð milljarða

George Lucas.
George Lucas. AFP

Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn George Lucas hefur hagnast afar vel á hlutabréfum sínum í Disney. Hlutabréfin hafa hækkað um rúmlega 70% í verði undanfarin tvö ár.

Lucas seldi samstæðu sína, Lucasfilm, til Disney fyrir 2,2 milljarða Bandaríkjadala í reiðufé og 37,1 milljón hluti í Disney fyrir þremur árum. Þá voru hlutirnir metnir á um 1,9 milljarða dala, en er í dag metinn á 4,1 milljarð dala. Hagnaður Lucas vegna bréfanna nemur því um 2,2 milljörðum dala, að því er fram kemur í Financial Times. Það jafngildir um 294 milljörðum íslenskra króna.

Lucas hagnaðist einnig gríðarlega vel af Stjörnustríðsmyndum sínum og er óhætt að segja að þær hafi gert hann að einum ríkasta manni heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK