Þetta eru mest keyptu vörur í heimi

Coca-Cola situr í fyrsta sæti listans líkt og fyrri ár.
Coca-Cola situr í fyrsta sæti listans líkt og fyrri ár. AFP

Á hverju ári gefur Kantar Worldpanel út rannsókn á neyslumynstri heimsbyggðarinnar. Niðurstöðurnar sýna hvaða vörur eru þær vinsælustu í heimi og hvaða vörur eru að sækja í sig veðrið. Ellefu þúsund vörumerki í 35 löndum eru skoðuð. 

Þetta eru vinsælustu vörurnar í ár:

1. Coca-Cola. Þriðja árið í röð er gosdrykkurinn í efsta sæti listans.

Vinsælasta vara í heimi.
Vinsælasta vara í heimi. AFP

2. Colgate. Markaðshlutdeildin er gífurlega stór og þetta er eina vörumerkið sem rúmur helmingur allra heimila kaupir.

3. Maggi. Vörumerkið er í eigu Nestlé og í nafni þess eru m.a. seldar súpur, matarkraftur, sósur og núðlur.

4. Lifebuoy. Vörumerkið er í eigu stórfyrirtækisins Unilever og þetta er sápu sem er framleidd undir merkjum sterkrar samfélagslegrar ábyrgðar. Markmiðið er að umbreyta þrifnaðarháttum í þróunarlöndum. Vörumerkið er það næstmest keypta í Asíu.

5. Nescafé. Annað vörumerki í eigu Nestlé. Þrátt fyrir að skyndikaffið njóti enn gífurlegra vinsælda hefur dregið úr sölu þess milli ára en á síðasta ári sat kaffið í fjórða sæti sama lista.

6. Pepsi. Dreifint og sala á gosdrykknum jókst frá fyrra ári en fyrirtækið stökk þó ekki upp um sæti milli ára þar sem Pepsi var einnig í sjötta sæti í fyrra.

7. Lay's. Snakkið er í eigu stófyrirtækisins Pepsico.

8. Knorr. Líkt og Lifebuoy, sem situr í fjórða sæti listans, er Knorr einnig í eigu Unilever. Flestir þekkja Knorr sem framleiðir súpur, sósur og annan tilbúinn mat. Vörumerkið féll um eitt sæti milli ára.

9. Dove. Þetta er þriðja vörumerkið á listanum í eigu Unilever. Vörumerkið stekkur upp um þrjú sæti milli ára.

Mynd af Facebook síðu Dove

10. Tide. Vinsælasti uppþvottalögur í heimi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK