Sameiginleg hefð fyrir jurtalækningum

Frá ræktunarstöð ORF líftækni.
Frá ræktunarstöð ORF líftækni.
<span>Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja (SÍL) efndu til málstofu í Hljóðbergi, Hannesarholti  – þar sem erindið var markaðssetning líftæknifyrirtækja í Kína. SÍL eru regnhlífasamtök líftæknifyrirtækja innan SI sem vinna að margvíslegum hagsmuna- og stefnumálum. Líftækniiðnaðurinn er tiltölulega ung atvinnugrein á Íslandi og saman vinna fyrirtæki í SÍL að því að gera starfsskilyrði sem best og auka þannig vaxtarmöguleika greinarinnar.</span> <span> </span> <span>Björn Örvar, einn stofnenda Orf líftækni og formaður SÍL, ræddi áherslur félagsins og reynslu þess af Kínamarkaði en nýlega kynnti Orf þar vörur inn á markað. Í máli hans kom m.a. fram að kröfur eftirlitsaðila og stjórnvalda í Kína eru afar nákvæmar og faglegar. Björn undirstrikaði mikilvægi SÍL sem hagsmunsamtaka líftækniiðnaðarins, m.a. í undirbúningi nýrra laga og reglna sem ná til greinarinnar.</span>

Sameiginleg hefð fyrir jurtalækningum

Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands þykir einn helsti sérfræðingur landsins í Kínafræðum, og hefur m.a. unnið í sendiráði Íslands í Kína í fjölmörg ár sem viðskiptafulltrúi. Á meðal þeirra fyrirtækja sem hann aðstoðaði á kínverskum markað voru líftæknifyrirtæki. Í erindi sínu sagði Hafliði meðal annars ,,Bæði Ísland og Kína eiga það sameiginlegt að mikil hefð er fyrir jurtalækningum og spannar hún margar aldir í báðum löndum. Í Kína byggja hefðbundnar kínverskar lækningar oft á unnum efnum úr náttúrunni á meðan á Íslandi er aldagömul hefð fyrir því að nýta jurtir eins og hvönn til lækninga.“

<span> </span> <span>María Bragadóttir, framkvæmdastjóri Alvogen, fjallaði um uppbyggingu fyrirtækisins á Kínamarkaði en það hefur þróað áhugaverðar húðvörur sem byggja á ímynd Íslands sem upprunalands hreinna hágæðahúðvara.</span>

Sýnileiki Íslands fagnaðarefni

Zhang Weidong sendiherra Kína á Íslandi ávarpaði samkomuna og ræddi áhuga sinn á íslensku samfélagi sem og vilja til að aðstoða fyrirtækin að komu vörum sínum á framfæri í Kína. Sagði hann sýnileika íslenskra snyrtivöruframleiðenda í Kína vera fagnaðarefni. Sendiherrann hefur ritað greinar á kínversku um húsin í miðbæ Reykjavíkur sem hafa verið birtar í blöðum og tímaritum og var hann sérstaklega ánægður með að málstofan skyldi haldin í Hannesarholti.

<span> </span> <span>Fyrirtæki innan SÍL eru Algalíf, Bláa lónið heilsuvörur, Zymetech, Genís, Hjartavernd, Marinox, Matís, Norður, Orf Líftækni og Saga Medica heilsujurtir. Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja (SÍL) voru stofnuð árið 2004 og er SÍL einn af fjölmörgum öflugum starfsgreinahópum innan Samtaka iðnaðarins á hugverkasviði</span>
Bioeffect vörur Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis ORF líftækni, hafa slegið í …
Bioeffect vörur Sif Cosmetics, dótturfyrirtækis ORF líftækni, hafa slegið í gegn.
Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri hjá Háskóla Ísland.
Hafliði Sævarsson, verkefnastjóri hjá Háskóla Ísland.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK