Sex stórbankar sektaðir

Fjármálayfirvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi sektuðu í dag sex alþjóðlega stórbanka um næstum sex milljarða Bandaríkjadala fyrir að hafa hagrætt með ólöglegum hætti vöxtum á gjaldeyrismarkaði sem og hinum svokölluðu Libor-millibankavöxtum.

Bankarnir Barclays, JP Morgan Chase, Citicorp og Royal Bank of Scotland gengust við brotum um að hafa svindlað á gjaldeyrismarkaði og svissneski bankinn UBS um að hafa hagrætt Libor-millibankavöxtum.

Yfirvöld segja að ákveðnir starfsmenn bankanna hafi rætt sín á milli á spjallrásum á internetinu um það hvernig stýra ætti vöxtum á markaði.

„Þeir hegðuðu sér sem félagar, frekar en keppinautar, í viðleitni sinni við að stýra vöxtunum í átt sem reyndist hagstæð bönkunum en skaðleg mörgum öðrum,“ segir Loretta Lynch, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Samráð þeirra hafi haft slæm áhrif á fjárfesta og markaðinn í heild.

Breska bankanum Barclays var gert að greiða hæstu sektina, 2,4 milljarða Bandaríkjadala.

Barclays-bankinn hlaust hæstu sektina.
Barclays-bankinn hlaust hæstu sektina. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK