Skoða flutning úr Bretlandi

Deutsche Bank
Deutsche Bank AFP

Deutsche Bank skoðar það nú alvarlega hvort hann flytja hluta af starfsemi sinni úr Bretlandi og til Þýskalands, fari svo að Bretar segi skilið við Evrópusambandið.

Í þessu skyni hefur bankinn skipað starfshóp sem er ætlað að leggja mat á það hvort það sé bankanum í hag að flytja sig um set.

Talsmaður bankans áréttar þó, í frétt AFP, að enn hafi engar ákvarðanir verið teknar í þessum efnum. Um níu þúsund manns starfa í bankanum í Bretlandi.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lofaði því fyrir þingkosningarnar í landinu að blásið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu fyrir lok árs 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK