Þeir tekjuhæstu standa undir tekjunum

mbl.is/Ernir

Tekjuhæstu 30% framteljenda standa í raun undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu samkvæmt fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Nettótekjur ríkisins af fyrstu 70% framteljanda eru hins vegar neikvæðar í tekjuskattskerfi einstaklinga að teknu tilliti til útsvarsgreiðslna og vaxta- og barnabóta.

Fram kemur að nettótekjur ríkissjóðs af tekjuskatti árið 2013 hafi verið liðlega 95 milljarðar króna að teknu tilliti til þátttöku ríkissjóðs í útsvarsgreiðslum til sveitarfélaga, en þær námu 10,4 milljörðum króna, og barna- og vaxtabóta sem námu 17,5 milljörðum króna. Aðrir skattar sem einstaklingar kunna að greiða, til að mynda virðisaukaskattur og fjármagnstekjuskattur, eru ekki teknir inn í myndina.

„Heimilin greiða að meðaltali 1,2 m.kr. í tekjuskatta. Þar af fara að meðaltali 733 þúsund kr. í útsvar. Meðaltekjur ríkissjóðs eru þannig 471 þúsund kr. á heimili. Efsta tekjubilið er eina tekjubilið sem greiðir að meðaltali hærri fjárhæð í tekjuskatt til ríkissjóðs en útsvar til sveitarfélaga,“ segir ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK