Glitnir vann í héraðsdómi

Friðrik Tryggvason

Glitnir hf. vann í dag dómsmál sem höfðað var gegn ríkisskattstjóra og íslenska ríkinu vegna synjunar ríkisskattstjóra á samsköttun Glitnis og dótturfélaga fyrirtækisins.

Ríkisskattstjóri ákvað árið 2011 að ekki væri heimild fyrir samsköttun Glitnis og dótturfélaga þess. Skilyrðin fyrir samsköttun eru meðal annars að móðurfélag verði að eiga að minnsta kosti 90% hlutafjár í dótturfélagi eða -félögum. Þá verða öll hlutafélögin að hafa sama reikningsár og eignarhald að hafa varað allt reikningsárið, nema þegar um nýstofnuð dótturfélög er að ræða eða slit á dótturfélagi. Skal samsköttun að lágmarki standa í fimm ár.

Ný lagaákvæði tóku gildi árið 2010 um tvísköttun en var ekki fallist á af dómstólum að þau tækju gildi á miðju gjaldárinu 2011.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst því í málinu á varakröfu Glitnis og var því felld úr gildi synjun ríkisskattstjóra á tvísköttun Glitnis hf. og dótturfélaga vegna gjaldársins 2011.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK