Hjónabönd orðið til í Quizup

Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla.
Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofnandi og framkvæmdastjóri Plain Vanilla.

„Facebook er fyrir gamla vini en Quizup fyrir nýja,“ segir í frétt CNN Money um nýja útgáfu Quizup appsins sem kom út í dag. Í samtali við CNN segist Þorsteinn Baldur Friðriksson, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Plain Vanilla, vita um þónokkur hjónabönd sem hafa sprottið út frá leiknum. 

Í nýju útgáfunni er lögð meiri áhersla á sam­skipti og að tengja fólk með svipuð áhuga­mál sam­an.

Þannig er hægt að sía út notendur á ákveðnum aldri, kyni, svæði eða leita eftir tilteknu áhugamáli. Þannig getur fólk náð að tengjast á sameiginlegum gruni. „Quizup vill hjálpa fólki að finna nýja vini og elskhuga,“ segir í frétt CNN Money. 

Í nýrri út­gáfu leiks­ins er að finna yfir 600 þúsund spurn­ing­ar í 1.200 flokk­um.

33 millj­ón­ir manna hafa náð í eldri út­gáfu leiks­ins og 30 þúsund nýir not­end­ur bæt­ast við hvern ein­asta dag. Virk­ir spil­ar­ar spila tæp­lega 7 millj­ón­ir leikja á dag og eyða að meðaltali 30 mín­út­um í að spila leik­inn dag hvern.

Í frétt CNN Money er haft eftir Roelof Botha, meðeiganda Sequoia Capital, fyrirtækisins sem hefur fjárfest í Quizup, og fyrrum fjármálastjóra PayPal, að hann hafi aldrei séð leikja-app sem nær að halda eins lengi í notendur í einu. Það sé líklega vegna þess að notendur geta ávallt snúið sér að nýjum spurningum og þróast í leiknum.

Frétt mbl.is: Ný útgáfa af Quizup í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK