Milljónir munu nota Vivaldi-vafrann

Jón von Tetzchner telur íslenskt samfélag eiga mikla möguleika til …
Jón von Tetzchner telur íslenskt samfélag eiga mikla möguleika til framtíðar. mbl.is/Árni Sæberg

Seltirningurinn Jón von Tetzchner vinnur ásamt þrjátíu manna starfsliði sínu að þróun nýs netvafra sem 1,3 milljónir manna hafa nú þegar hlaðið niður á tölvur sínar, þrátt fyrir að forritið sé ekki fullmótað.

Jón var tvítugur að aldri þegar hann fluttist til Noregs þar sem hann nam tölvunarfræði. Í kjölfarið réði hann sig til norska ríkissímafélagsins en þegar það var einkavætt keypti hann eigin þróunarvinnu út úr fyrirtækinu. Fimmtán árum síðar hætti hann sem forstjóri Opera software en þá nýttu yfir 100 milljónir manna um heim allan þá tækni sem hann og samstarfsmenn hans höfðu þróað.

Árið 2013 sneri Jón aftur heim á Seltjarnarnesið með rúma þrjá milljarða til fjárfestinga innan hafta. Samhliða fjárfestingunum vinnur hann að smíði netvafrans Vivaldi, að því er fram kemur í samtali við Jón í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK