Skuldabréf fær i.AAA einkunn í fyrsta sinn

Arion banki
Arion banki

Matsfyrirtækið Reitun gaf út í gær mánaðarskýrslu sína fyrir aprílmánuð. Þar kemur m.a. fram að lánshæfismat Reitunnar á sértryggðum skuldabréfum, útgefnum af Arion banka hf., hækkar í hæstu mögulega einkunn eða i.AAA í lok apríl. Útgáfan er sú fyrsta sem hlýtur i.AAA einkunn frá Reitun.

Þetta kemur fram í Mánaðarskýrslu Reitunar og morgunpósti IFS greiningar. Hækkunin kemur í kjölfar hækkunar á lánshæfiseinkunn bankans auk þess sem yfirveðsetning í tryggingasafni er rífleg.

Reitun uppfærði þá einnig lánshæfismat Arion banka og hækkaði lánshæfismatið í i.A2. Áframhaldandi bati í eignagæðum, hækkandi eiginfjárþáttur A, góð arðsemi af kjarnastarfsemi og ágætar hagvaxtarhorfur eru meginástæður hækkunar á lánshæfiseinkunn. Úrvinnsla vandræðalána er sögð hafa gengið samkvæmt áætlun og gæði lánasafnsins aukist til muna auk þess sem hlutfall íbúðalána í lánasafni hefur hækkað og veðstaða áfram batnað samhliða hækkandi fasteignaverði

OR hækkar um tvo flokka

Einnig var í mánuðnum uppfærð lánshæfismat á Orkuveitu Reykjavíkur og er mat Reitunar A1 með stöðugum horfum. Lánshæfismatið hefur því hækkað um tvo flokka, úr i.A3 í i.A1. Horfum í lánshæfi Orkuveitunnar var breytt í jákvæðar í janúar sl. og staðfesti uppgjör félagsins þá þróun sem væntingar stóðu til um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK