Svisslendingar eyða 250 þúsund krónum

Ferðamenn á Skólavörðuholti í miðborg Reykjavíkur.
Ferðamenn á Skólavörðuholti í miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hver ferðamaður eyddi 15 prósent meira í apríl en á sama tíma í fyrra ef miðað er við fjölda ferðamanna samkvæmt talningu Ferðamálastofu í Leifsstöð. Svisslendingar og Rússar eru mestu eyðsluklærnar. 

Þetta kemur fram í tölum um kortaveltu ferðamanna hjá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Ferðamenn greiddu með greiðslukortum sínum 9,3 milljarða króna í apríl. Það er 39,4% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Líkt og undanfarana mánuði var hæsti útgjaldliðurinn greiðslur fyrir hópferðir. Fyrir það greiddu ferðamenn 2,5 milljarða sem er 113% hærri upphæð en í apríl í fyrra.

Samkvæmt tölunum virðast ferðamenn helst kjósa að ferðast í bílaleigubílum en velta vegna leigu á þeim og eldsneytiskaupa nam samtals 1,1 milljarði króna í mánuðinum.

Svisslendingar 120 þúsund krónum yfir meðalmanninum

Ef miðað er við fjölda ferðamanna greiddi hver þeirra að jafnaði með greiðslukorti sínu fyrir um 130 þúsund krónur í apríl.Hækkunin nemur 13,7% milli ára eftir að hafa verið leiðrétt m.t.t. verðlagsbreytinga.

Ferðamenn frá Sviss eyddu mest, eða 250 þúsund á mann og Rússar eru í öðru sæti með 201 þúsund krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK