Hvað er eðlileg ávöxtun?

Hversu mikla ávöxtun þyrftir þú til þess að fjárfesta í …
Hversu mikla ávöxtun þyrftir þú til þess að fjárfesta í fyrirtæki? mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Draga má þá ályktun að flestir fjárfestar vænta þess að fjárfesting verði búin að skila 11 til 16 prósent ávöxtun að ári liðnu. Hjá þeim sem leggja áhættufjármagn til reksturs skiptir samhengi áhættu og arðsemi öllu máli.

Þetta kemur fram í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion en væntingarnar um 11 til 16% ávöxtun eru m.a. dregnar af verðbólguvæntingum. Þegar Greiningardeildin hefur hins vegar spurt íslenska fagfjárfesta hvaða raunávöxtunarkröfu á eigið fé þeir gera á íslenska hlutabréfamarkaðinum hefur svarið yfirleitt verið á bilinu 8 - 13%.

Í Markaðspunktum segir að ríkið leggi grunninn að kröfu fjárfesta með loforði um vexti á skuldabréf ríkissjóðs. Í dag eru skráð skuldabréf ríkissjóðs Íslands keypt og seld með loforði um ríflega 7% nafnvexti á ári (RIKB) til lengri tíma eða tæplega 3% raunvexti séu keypt spariskírteini (RIKS) eða íbúðabréf (HFF).

Bent er á að fjárfestar myndu tæplega fjárfesta í öðru en ríkisskuldabréfum, sem eru öruggasti kosturinn, ef þeir gætu ekki búist við betri ávöxtun. 

Áhættuminnsta leiðin til fjárfestinga eru vissulega skráð félög í Kauphöllinni þar sem þau eru skuldbundin til þess að birta fjárhagsupplýsingar á markaði. 

Þegar mat er lagt á hlutabréfaverð félaga í Kauphöll Íslands má gróft áætla að fjárfestar leggi um 5 til 9 prósent álag á skráð íslensk hlutabréf umfram langtímavexti ríkisbréfa.

Þessi krafa getur þá raungerst með tvennum hætti. Annað hvort með hækka hlutabréfin eða hagnaður er innleystur og félögin greiða arð. 

Greiningardeildin bendir á að af þessu öllu leiðir að þegar verðlag helst stöðugt og ríkissjóður er rekinn með afgangi lækkar vaxtastig og þar með hagnaðarkrafa fyrirtækja. Álagið snýr svo ekki síst að því hvort fjárhagsstaða félaga sé traust og rekstrarumhverfið eins laust við áhættu og hægt er.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK