Níu milljóna gjaldþrot kynlífsbúðar

AFP

Kröfur í þrotabú kynlífstækjaverslunarinnar Blush námu rétt tæpum níu milljónum króna. Ekkert fékkst greitt upp í kröfurnar og var skiptum lokið hinn 12. maí sl. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Mbl greindi frá gjaldþroti verslunarinnar í mars og kom þá fram að samkvæmt upplýsingum frá Blush mætti rekja ástæðu gjaldþrots­ins til þess að önn­ur fyr­ir­tæki stóðu ekki við sín­ar skuld­bind­ing­ar gagn­vart þeim.

Versl­un­in er enn starf­andi en haldið er um rekst­ur henn­ar í nýju fé­lagi, BS­H15 ehf., sem stofnað var hinn 13. janú­ar sl., og er í eigu ann­ars af stofnaðilum Blush. Blush býður meðal ann­ars upp á frí­ar heim­kynn­ing­ar á kyn­lífs­hjálp­ar­tækj­um fyr­ir hópa og held­ur úti vef­versl­un þar sem áhersla er lögð á sölu á vönduðum tækj­um að því er fram kem­ur á heimasíðu. Þá held­ur fyr­ir­tækið einnig úti bloggsíðu um kyn­líf.

Stór­auk­inn inn­flutn­ing­ur á kyn­líf­stæk­um

Mbl.is hefur áður greint frá því að inn­flutn­ing­ur á kyn­lífs­hjálp­ar­tækj­um hef­ur stór­auk­ist að undanförnu. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Rann­sókn­ar­setri versl­un­ar­inn­ar jókst inn­flutn­ing­ur á þess­um vör­um, þ.e. vör­um sem flokk­ast í toll­flokk­inn „Önnur nudd­tæki“, um 142 pró­sent á síðasta ári.

Ef einungis er litið til þriggja síðustu mánaða ársins 2014 er aukningin enn meiri, eða sem nemur 220 pró­sentum. Í þess­um töl­um er þó ekki unnt að greina hversu mikið versl­an­ir eru að flytja inn og hversu mikið ein­stak­ling­ar eru að kaupa beint frá er­lend­um net­versl­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK