„Ronald McDonald verður aldrei rekinn“

AFP

Steve Easterbrook, forstjóri hamborgarakeðjunnar McDonald's sagði á hluthafafundi félagsins að það kæmi aldrei til greina að hætta að nota trúðinn Ronald McDonald í markaðsetningu fyrirtækisins.

Ýmis samtök hafa gagnrýnt fyrirtækið fyrir að höfða sérstaklega til barna með notkun trúðsins, sér í lagi með vaxandi offitu barna í landinu. Easterbrook kom trúðinum til varnar í ræðu sinni. Gagnrýnin jókst enn frekar á síðasta ári þegar fyrirtækið ákvað að „poppa“ hann aðeins upp og klæddi hann í nýjustu tísku.

Á hluthafafundinum var einnig rætt um umræðuna í kringum laun fyrirtækisins en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að borga starfsfólki ekki vel og oft er McDonald's notað í umræðunni sem dæmi um stað sem fólk endar ef það stendur sig ekki í skóla eða starfi. Einn stór hluthafi tók til máls og benti á að á meðal fyrrum starfsmanna McDonald's væru leikkonan Sharon Stone og Jeff Bezos, forstjóri Amazon.com.

Sjá frétt Fox News.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK