„Ekkert jafnræði í þessu“

Þórir Bergsson, eigandi Bergsson mathúss.
Þórir Bergsson, eigandi Bergsson mathúss. Eggert Jóhannesson

Upphaflega var stefnt að því að opna veitingastaðinn Bergsson í apríl í Húsi sjávarklasans. Því hefur hins vegar verið frestað og hefur verkfall lögfræðinga hjá sýslumanni sett strik í reikninginn. Þórir Bergsson, eigandi, segir allt vera að smella og vonast eftir undanþágu.

Líkt og mbl. hefur áður greint frá hefur veitingastaðurinn Pu­blic Hou­se á Lauga­veg­in­um verið í patt­stöðu af sömu sök­um en fær hins veg­ar af­greitt bráðabirgðal­eyfi. Safabarinn Lemon fær það hins vegar ekki þar sem veitingastaður með fullgilt leyfi var ekki áður í nýju húsnæði þeirra á Laugaveginum, né í Hafnarfirði.

Sjómannadagur í síðasta lagi

Þórir segir staðinn þó eiga eftir að fá lokaúttekt hjá byggingarfulltrúa en eigendur Sjávarklasans hafa átt að sjá um það. Staðurinn er aftur á móti tilbúinn og segist Þórir ætla að biðja um undanþágu eftir að úttektin verður gerð á næstu dögum. „Þetta er pínu hlægilegt og það er ekkert jafnræði í þessu að mínu mati. Þetta er bara nýr veitingastaður sem verið er að opna, jafnvel þótt einhver annar hafi verið í húsnæðinu fyrir.“ 

Þórir er spenntur og vonast til þess að í hægt verði að opna dyrnar fyrir gestum og gangandi á sjómannadaginn, hinn 7. júní. „Það væri rosalega gaman að geta boðið upp á sjómannakaffi,“ segir hann.

Happy hour og salur til leigu

Veitingastaðurinn Bergsson mathús var fyrst opnaður sumarið 2012 í Templarasundi. Þórir segir nýja staðinn verða með svipuðu móti en þó öðruvísi.

Staðurinn verður hádegisverðarstaður og með happy hour á milli klukkan 16 og 18. Þá verður hægt að leigja út salinn á kvöldin fyrir allt að sextíu manna hópa.

Hús sjávarklasans er samfélag fyrirtækja og frumkvöðla í hafsæknum greinum á Grandagarði 16 í Reykjavíkurhöfn. Þar starfa um 50 fyrirtæki.

Frétt mbl: Lemon fær ekki bráðabirgðaleyfi

Frétt mbl: Stefna á að opna sem fyrst

Frétt mbl: Vantar bara stimpilinn

Frá Bergsson í Sjávarklasanum
Frá Bergsson í Sjávarklasanum mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK