Gerður að aðalhönnuði Apple

Jonathan Ive.
Jonathan Ive.

Sir Jonathan Ive er maðurinn á bak við hönnun allra helstu Apple tækja og tóla á síðustu árum. Stöðu hans innan fyrirtækisins hefur nú verið breytt og er hann í dag aðalhönnuður Apple, verðmætasta fyrirtækis heims.

Starfstitill hans var áður „varaframkvæmdastjóri hönnunar“ hjá Apple. Hann mun áfram bera ábyrgð á allri hönnun hjá Apple og verkefni hans felast bæði í endurhönnun á núverandi tækjakosti og hugmyndum að nýrri hönnun.

Ábyrgð á daglegum rekstri hönnunardeildarinnar færist þó yfir til tveggja annarra framkvæmdastjóra; Richard Howarth og Alan Dye.

Breski leikarinn Stephen Fry greindi fyrst frá þessu í viðtali við Ive fyrir breska dagblaðið the Telegraph en þar sagði Ive að stöðuhækkunin gerði sér kleift að ferðast meira.

Sumir hafa túlkað breytingarnar þannig að Ive muni í raun taka minni þátt í hönnunarstörfum hjá Apple. Þetta sé einungis leið til þess að Ive geti flutt til Bretlands og eytt meiri tíma með börnunum sínum tveimur - sem Ive hefur ítrekað sagst vilja gera á síðustu árum.

Frétt The Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK