Hagnaður Ryanair eykst um 66%

Forstjóri Ryanair Michael O'Leary
Forstjóri Ryanair Michael O'Leary EPA

Hagnaður írska flugfélagsins Ryanair jókst um 66% á milli ára en að sögn forstjóra félagsins, Michael O'Leary, fjölgaði farþegum um milljónir milli ára.

Hagnaður Ryanair nam 866,7 milljónum evra á síðasta rekstrarári sem lauk þann 31. mars sl. Árið á undan nam hagnaðurinn 522,8 milljónum evra.

Þetta er meiri hagnaður heldur en félagið sjálft hafði spáð en spá Ryanair hljóðaði upp á 840-850 milljón evra hagnað.

Farþegum fjölgaði um 11% en alls voru þeir 90,6 milljónir talsins á rekstrarárinu og tekjurnar jukust um 12% í 5,654 milljarða evra. 

Ryanair spáir því að á yfirstandandi rekstrarári verði hagnaður félagsins 940-970 milljónir evra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK