Þriðjungur rekinn hjá Malaysia Airlines

Flugvél Malaysia Airlines
Flugvél Malaysia Airlines AFP

Um þriðjungi af starfsfólki flugfélagsins Malaysia Airlines verður sagt upp störfum. Uppsagnirnar eru hluti að umfangsmiklum niðurskurðaraðgerðum. Alls vinna 20 þúsund manns hjá fyrirtækinu.

RT greinir frá þessu og segir að uppsagnirnar verði framkvæmdar í tveimur skrefum. Fyrst verður öllum 20 þúsund starfsmönnum félagsins sagt upp og 2/3 verða síðan ráðnir aftur. Átta þúsund manns gætu misst vinnuna að lokum.

Líkt og flestir þekkja missti félagið tvær farþegaþotur í fyrra. Flug MH370 hvarf sporlaust í mars 2014 og flug MH17 var skotið niður í Úkraínu fjórum mánuðum síðar. 

Í frétt Allt um flug er bent á að Christoph Mueller hafi tekið við stöðu framkvæmdarstjóra félagsins hinn 1. maí sl. en hann stýrði áður írska flugfélaginu Aer Lingus og tókst að snúa rekstri þess á réttan kjöl. Aðaláherslan í breytingu á rekstri Malaysia Airlines verður að fækka starfsmönnum, minnka flotann og mögulega verður tekið upp nýtt nafn á flugfélagið.

Þá mun Malaysia Airlines leggja niður stóran hluta af millilandaflugi og nær eingöngu fljúga innanlandsflug en skuldir félagsins voru þegar mjög miklar áður en hörmungarnar tvær gengu yfir í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK