Verðbólgudraugurinn rankar við sér

Greining Íslandsbanka spáir 3,6% á næsta ári.
Greining Íslandsbanka spáir 3,6% á næsta ári. mbl.is/Árni Sæberg

Hagvöxtur verður hóflegur á næstu tveimur árum, 4% á þessu ári, 3,7% á árinu 2016 og 2,4% árið 2017, samkvæmt þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka. Spáin er kynnt á fundi sem sýndur er í beinni útsendingu á vef Íslandsbanka.

 Samkvæmt spánni mun hagur heimilanna halda áfram að vænkast á næstu misserum með auknum kaupmætti, minna atvinnuleysi og hækkun eignaverðs. Einkaneysla mun vaxa um 3,8% að jafnaði á næstu þremur árum og fjárfestingar heimilanna í íbúðarhúsnæði munu vaxa næstu þrjú árin eða um 18,5% í ár, 16,3%  á næsta ári og 11% á árinu 2017. Þjóðhagsspáin gerir ráð fyrir að daga muni úr hækkunum á húsnæðisverði á tímabilinu. Gert er ráð fyrir 7,0% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis á þessu ári, 3,4% á næsta ári og 1,9% árið 2017.

 Bætt efnahagsumhverfi fyrirtækja ýtir undir fjárfestingar

Efnahagsumhverfi fyrirtækja hefur batnað á marga mælikvarða undanfarin ár, m.a. með aukinni innlendri sem erlendri eftirspurn og bættum viðskiptakjörum. Greining Íslandsbanka reiknar með því að umhverfi þeirra muni halda áfram að styrkjast á spátímabilinu. Er því spáð að fjárfestingar atvinnuveganna muni aukast á næstunni og er gert ráð fyrir 16,9% vexti í ár, 18,8 á næsta ári en einungis 1,7 vexti árið 2017.

 Í spánni er gert ráð fyrir góðum vexti í útflutningi á vöru og þjónustu á tímabilinu, m.a. vegna vaxtar í ferðaþjónustu og útflutningi sjávarafurða.  Spáir deildin 4,7% vexti útflutnings í ár, 3,4% á næsta ári og 3,5% árið 2017. Þrátt fyrir góðan útflutningsvöxt er gert ráð fyrir hraðari vexti innflutnings á tímabilinu og verður framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt á tímabilinu. Afgangur vöru- og þjónustuviðskipta minkar á spátímabilinu.

Gengi krónunnar verður stöðugt á spátímabilinu en flökt gengisins mun aukast samhliða þeim skrefum sem hugsanlega verða tekin á tímabilinu í afnámi fjármagnshafta. Spáin gerir ráð fyrir að raungengi krónunnar muni hækka á tímabilinu vegna mikillar innlendrar kostnaðarverðhækkunar og aukinnar innlendrar verðbólgu.

Verðbólgudraugurinn rankar við sér

Sú hagfellda verðbólguþróun sem hefur hér undanfarið mun taka enda á næstunni og verðbólga mun færast í aukanna, samkvæmt spá Greiningar Íslandsbanka. Spáð er að verðbólga verði að jafnaði 1,9% á yfirstandandi ári, 3,6% á árinu 2016 og 3,7% á árinu 2017.

Greining Íslandsbanka spáir því að að peningastefnunefnd Seðlabankans bregðist við versnandi verðbólguhorfum, miklum launahækkunum og aukinni spennu í hagkerfinu með hækkun stýrivaxta bankans um 1 prósentustig fyrir lok þessa árs, um annað prósentustig á næsta ári og um 0,5 prósentur á árinu 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK