Vilja samræma fyrirtækjaskatta

Angelu Merkel, kanslari Þýskalands, og François Hollande, forseti Frakklands.
Angelu Merkel, kanslari Þýskalands, og François Hollande, forseti Frakklands. AFP

Frönsk og þýsk stjórnvöld vilja að fyrirtækjaskattar innan Evrópusambandsins verði samræmdir þannig að kveðið verði á um lágmarks leyfilega skatta. Markmiðið er að koma í veg fyrir að skattaparadísir þrífist innan sambandsins samkvæmt frétt Daily Telegraph.

Fram kemur í fréttinni að verði þessar hugmyndir að veruleika leiði þær líklega til þess að hækka verði fyrirtækjaskatta í Bretlandi. Hugmyndirnar gangi ennfremur þvert á markmið Davids Cameron, forsætisráðherra Breta, að semja um breyttar forsendur fyrir veru Bretlands í Evrópusambandinu þar sem markmiðið sé að endurheimta völd yfir breskum málum en ekki að frekari völd færist til stofnana sambandsins. Því megi búast við andstöðu breskra stjórnvalda.

Fyrirtækjaskattar í Bretlandi eru 20% og í sumum öðrum ríkjum Evrópusambandsins eru þeir jafnvel mun lægri. Sömu skattar eru hins vegar 33-36,6% í Frakklandi, 30-33% í Þýskalandi og 30% á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK