Yngstu fyrirtækin frekar í þrot

Sigurður Bogi Sævarsson

Af þeim hluta- og einkahlutafélaga sem hafa orðið gjaldþrota frá árinu 1998 eru 49,6% þeirra 6 ára eða yngri og 34,3% eru 7-12 ára. Einungis 16% félaga voru 13 ára eða eldri þegar þau fóru í þrot.

Ef aldur hluta- og einkahlutafélaga sem hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta á árinu 2014 er skoðaður, þá sést að 9,1% félaga eru 1-3 ára, 23,7% eru 4-6 ára og 30,6% eru 7-9 ára gömul. Þessi tafla yfir aldursdreifingu verður uppfærð árlega. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2014 til apríl 2015, hafa dregist saman um 20% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 769 félög tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum Fjármála- og vátryggingastarfsemi hefur fækkað mest, eða um 22% á síðustu 12 mánuðum.

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2014 til apríl 2015, hefur fjölgað um 8% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.107 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, 44% á síðustu 12 mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK