Afnema bankaleynd fyrir ríkisborgara ESB

Sviss og Evrópusambandið hafa samið um afnám bankaleyndar fyrir ríkisborgara …
Sviss og Evrópusambandið hafa samið um afnám bankaleyndar fyrir ríkisborgara ESB. EPA

Evrópusambandið og Sviss hafa stigið risastórt skref í því að aflétta bankaleynd í Sviss, en með samningi sem undirritaður var í dag mun bankaleynd yfir ríkisborgurum Evrópusambandsins vera aflétt. Þannig verður komið í veg fyrir að þeir geti falið óuppgefnar tekjur, segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Samningurinn er „annað högg fyrir skattasvikara og þýðir nýtt stökk í átt að sanngjarnari skattlagningu í Evrópu,“ var haft eftir Pierre Moscovici, yfirmanni efnahagsmála hjá sambandinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK