Atvinnuleysi mælist 5,5%

Vinnumálastofnun
Vinnumálastofnun Ómar Óskarsson

Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 191.600 á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í apríl 2015, sem jafngildir 82,3% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 181.000 starfandi og 10.600 án vinnu og í atvinnuleit. Hlutfall starfandi af mannfjölda var 77,8% og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 5,5%.

Samanburður mælinga fyrir apríl 2014 og 2015 sýnir að þátttaka fólks á vinnumarkaði jókst um 3,2 prósentustig og fjölgun vinnuaflsins var um 10.900 manns. Starfandi fólki fjölgaði um 11.200 manns og hlutfallið jókst um 3,4 prósentustig. Atvinnulausum fækkaði lítillega eða um 300 manns en hlutfall atvinnuleysis er lægra sem nemur 0,5 prósentustigum. Fólki sem stendur utan vinnumarkaðar fækkaði um 6.400 manns.

Fyrri mælingar á atvinnuleysi sýna að í apríl og maí eykst atvinnuleysi alltaf miðað við mánuðina á undan. Munar þar mestu um að ungt fólk kemur þá í auknum mæli inn á vinnumarkaðinn í leit að sumarstörfum. Í apríl 2015 var atvinnuleysi á meðal 16-24 ára 14,6% á meðan það var 3,7% hjá 25 ára og eldri. Borið saman við apríl 2014 þá var atvinnuleysi hjá 16-24 ára 15,6% og 4,2% hjá 25 ára og eldri, segir á vef Hagstofu Íslands.

„Samkvæmt árstíðaleiðréttingu var fjöldi fólks á vinnumarkaði 192.600 í apríl 2015 sem jafngildir 82,4% atvinnuþátttöku, sem er 0,5 prósentustigum lægri en hún var í mars. Fjöldi atvinnulausra í apríl var samkvæmt árstíðaleiðréttingu 8.800 sem er aukning um 1.300 manns frá því í mars. Hlutfall atvinnulausra jókst úr 3,9% í mars í 4,6% í apríl. Leiðrétt hlutfall starfandi fólks í apríl 2015 var 78,6%, sem er lækkun um 1 prósentustig frá því í mars. Leitni vinnuaflstalna síðustu sex mánaða sýnir að atvinnuleysi hefur lækkað um 0,3 prósentustig og um 0,7 stig á síðustu tólf mánuðum. Hlutfall starfandi síðust sex mánuði hefur aukist um 0,3 stig og um 1,2 stig síðustu tólf mánuði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK