Þetta eru verðmætustu vörumerki heims

AFP

1. Apple - 247 milljarðar dollara

Apple fer upp fyrir Google milli ára og telst orðið verðmætasta fyrirtæki heims. Verðmæti Apple hefur aukist um 67% milli ára. Fyrirtækinu hefur gengið sérstaklega vel í Kína þar sem Apple hefur tekið fram úr öðrum tæknifyrirtækjum á borð við Samsung, Xiaomi og Huawei. 

AFP

2. Google - 174 milljarðar dollara

Verðmæti vörumerkisins jókst um níu prósent milli ára. Í skýrslu Brandz segir að Google hafi gengið stórvel á árinu. Apple hafi einungis gengið betur. Fyrirtækið er með ráðandi markaðshlutdeild hvað leitarvélar varðar og telst besti vinnuveitandi heims.

AFP

3. Microsoft - 116 milljarðar dollara

Windows stýrikerfið hefur lengst af verið helsta tekjulind Microsoft en eftir að forstjórinn Satya Nadella tók við hafa hlutirnir breyst. M.a. er boðið upp á fría uppfærslu í Windows 10 stýrikerfið fyrir þá sem nota Windows 8 og 8.1. Nadella sagði þetta marka þáttaskil hjá fyrirtækinu þar sem vörurnar yrðu aðgengilegri. Microsoft hoppar upp um sæti milli ára.

Toru Hanai

4. IBM - 94 milljarðar dollara

Verðmæti IBM vörumerkisins hefur dregist saman um 13% milli ára og fellur niður um eitt sæti á listanum. Í skýrslunni kemur fram að fyrirtækið hafi strögglað við að ná árangri með rekstur tölvuskýja í samkeppni við Microsoft og Amazon. Afkoma fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi var minni en áætlanir höfðu gert ráð fyrir.

5. Visa - 92 milljarðar dollara

Visa hoppar upp um tvö sæti mili ára og telst orðið fimmta verðmætasta vörumerki heims. Í skýrslunni segir að vöxtur fyrirtækisins sé eftirtektarverður en að Visa þurfi einnig að hafa aukna samkeppni frá tæknifyrirtækjum á borð við PayPal í huga. 

6. AT&T - 89 milljarðar dollara

Verðmæti vörumerkisins jókst um 15% milli ára og er nú í sjötta sæti, rétt á undan Verizon, sem situr í því sjöunda. Hins vegar hefur fyrirtækinu ekki vegnað sérlega vel á árinu og var t.d. fjarlægt úr Dow Jones vísitölunni fyrr á árinu.

LIONEL BONAVENTURE

7. Verizon - 86 milljarðar dollara

Fyrirtækið ætlar sér stóra hluti á markaðnum og keypti á dögunum stórfyrirtækið AOL á 4,4 milljarða dollara. Verðmæti vörumerkisins jókst um 36% milli ára.

LIONEL BONAVENTURE

8. Coca-Cola - 84 milljarðar dollara

Fyrirtækið hefur verið í einu af tíu efstu sætum listans frá því að listinn var fyrst gefinn út fyrir 10 árum síðan. Hins vegar hefur verðmæti vörumerkisins dregist saman um 4% milli ára og það féll niður um tvö sæti.

KAREN BLEIER

9. McDonald's - 81 milljarðar dollara

Skyndibitakeðjan féll niður um fjögur sæti milli ára og hefur verðmæti vörumerkisins dregist saman um 5% milli ára. McDonald's hefur vissulega séð betri tíma en vinnur nú að breytingum.

AFP

10. Marlboro - 80 milljarðar

Fyrirtækið hefur verið í einu af tíu efstu sætunum frá því að listinn var fyrst gefinn út fyrir tíu árum síðan og verðmæti Marlboro jókst um 19% milli ára. Marlboro er stærsti sígarettuframleiðandi heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK