Tvö Apple úr á hundinn

Hundurinn fékk tvö Apple úr.
Hundurinn fékk tvö Apple úr. Mynd/Weibo

Hjá mörgum er dýrasta útgáfa Apple úrsins einungis fjarlægur draumur. Ef þú ert hins vegar sonur ríkasta manns Kína er það lítið mál að kaupa tvö stykki. Fyrir hundinn þinn.

Wang Sicong, sonur fasteignamógúlsins Wang Jianlin, birti myndir af hundinum sínum sem skartaði tveimur úrum, sem hvort um sig kostar um 12.500 dollara, eða um 1,7 milljónir króna. Myndirnar  voru birtar á kínverska samfélagsmiðlinum Weibo þar sem hundurinn er með sína eigin síðu. „Ég á ný úr! Ég ætti að hafa fjögur ár þar sem ég er með fjóra langa fætur. En það virðist of áberandi, þannig ég fékk mér bara tvö, sem hentar minni stöðu fullkomnlega. Átt þú eitt?“ stóð þá undir myndinni.

Jianlin er stjórnarformaður Dalian Wanda hópsins, stærsta byggingafyrirtækis Kína og ríkasti maður landsins. 

Sicong er 26 ára gamall og gegnir forstjórastöðu í fjölskyldufyrirtæki auk þess sem hann hefur öðlast nokkurra frægð á samfélagsmiðlum að því er fram kemur í Want China Times.

Frétt Business Insider.

Hundurinn er sáttur með úrin.
Hundurinn er sáttur með úrin. Mynd/Weibo
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK