Gagarín hlaut gullverðlaun

Frá afhendingu verðlaunanna í Istanbúl.
Frá afhendingu verðlaunanna í Istanbúl.

Gagarín hlaut bæði gull- og silfurverðlaun í flokki stafrænnar hönnunar í samkeppni á vegum European Design Awards fyrir gagnvirk sýningaratriði sem fyrirtækið hefur unnið að í Noregi og Kanada.

Fyrirtækið segir í tilkynningu, að það hafi hlotið gullverðlaun fyrir hönnun og þróun fjögurra gagnvirkra sýningaratriða fyrir Vísinda- og tæknisafnið í Osló í samvinnu við fyrirtækið CoDesign. Sýningin tvinnar saman sögur sem tengjast olíuiðnaðinum, allt frá uppruna olíu og gass fyrir miljónum ára til dagsins í dag. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna hér.

Þá hlaut Gagarínsillfurverðlaun fyrir Mannréttindasafnið í Kanada. Þemu og efnistök atriðanna voru skilgreind af safninu sjálfu en sýningarhönnun var í höndum Ralph Appelbaum Associates í New York. Frá upphafi var lagt upp með að safnið yrði þekkingarsetur sem myndi móta framtíð mannréttindamála í heiminum.  Miklar kröfur voru gerðar í aðgengismálum því safninu er ætlað að innleiða nýja staðla fyrir aðgengi fatlaðra á heimsvísu. Nánari upplýsingar um verkefnið hér.

European Design Awards er samstarfsverkefni fimmtán evrópskra hönnunartímarita, sem öll eru leiðandi á sínu sviði og dómnefndina skipa fulltrúar þeirra. Verðlaunin voru fyrst veitt árið 2006 og eru talin ein þau virtustu á sviði grafískrar hönnunar, myndskreytinga og stafrænnar hönnunar. Fulltrúi Gagarín tók á móti verðlaununum síðastliðna helgi á veglegri hátíð í Istanbúl í Tyrklandi.

Gagarín starfar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja skapa áhugaverða …
Gagarín starfar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem vilja skapa áhugaverða upplifun um leið og fræðslu og upplýsingum er komið á framfæri
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK