Sögulegt met í arðgreiðslum

Arðgreiðslur eru í sögulegum hæðum.
Arðgreiðslur eru í sögulegum hæðum. AFP

Arðgreiðslur og endurkaup hlutabréfa eru nú víðar en á Íslandi í hæstu hæðum sem sést hafa. Í Bandaríkjunum er því spáð að þessar greiðslur nái í fyrsta sinn í sögunni einni trilljón dollara, eða milljón milljónum, á þessu ári, frá þarlendum fyrirtækjum.

Þetta kemur fram hjá greiningarþjónustu IFS.

Samkvæmt IFS hafa endurkaupin verið mikilvægur þáttur í hækkun á gengi hlutabréfa, sem liggur nú einnig í methæðum.

Á fyrsta ársfjórðungi einum námu greiðslur til hluthafa 242 milljörðum dollara samkvæmt S&P Dow Jones vísitölunni.

Það er er nýtt met, en fyrra metið var 233 milljarðar dollara á öðrum ársfjórðungi á því eftirminnilega ári 2007.

Arðgreiðslur námu 94 milljörðum dollara og endurkaupin voru 148 milljarðar dollara.

Verulegar arðgreiðslur á Íslandi

Líkt og fram hefur komið hafa arðgreiðslur á Íslandi einnig verið veru­leg­ar á ár­inu og alls gæti loka­fjár­hæðin vegna arðgreiðslna og end­ur­kaupa numið um 24 til 27 millj­örðum króna.

Greining Íslandsbanka hefur þó bent á að arðgreiðslurn­ar séu þó ekki tald­ar til þess falln­ar að valda kaupþrýst­ingi og talið er að markaður­inn verði í ágæt­is jafn­vægi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK