Verð á kjötvörum hækkaði

Matarkarfan hækkaði í verði milli mánaða.
Matarkarfan hækkaði í verði milli mánaða. mbl.is/Árni Sæberg

Greiningardeild Arion banka segir mikla hækkun á mat og drykkjarvörum milli mánaða hafa komið á óvart en það skýrist að hluta til af hækkun á verði kjötvöru í kringum verkföllin undanfarið þar sem minna framboð hefur verið á kjötvörum en ella.

Verð á kjöti hækkaði um 2% í mánuðinum og hækkaði verð á lambakjöt hvað mest. Ávextir hækkuðu einnig um 3,09%.

Samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um 0,28% milli mánaða í maí og ársverðbólgan hækkaði úr 1,4% í 1,6%.

Spár greiningaraðila lágu á bilinu 0,2% til 0,4%. Þegar húsnæðisverð er ekki tekið með hækkaði vísitalan um 0,3% milli mánaða og mælist árstakturinn nú 0,3%. Sex mánaða verðhjöðnunar tímabili er því lokið að sinni.

Ódýrara flug til útlanda

Í tölunum kemur fram að flugfargjöld til útlanda lækkuðu um 5,1% en flugfargjöld innanlands hækkuðu hins vegar um 5,3%. Þá voru einnig hækkanir í póst- og símaþjónustu en bæði farsímaþjónusta og heimilissímaþjónustu auk verð á símtækjum hækkaði milli mánaða.

Þá hækkaði verð á hótel og veitingastaðir hækka um 0,89% og er það nokkuð í takt við helstu spár en háannatíminn er að hefjast um þessar mundir.

Bensín hækkaði um 1,16% en dísel lækkar um 0,5% í mælingum Hagstofunnar.

Greiningardeild Arion banka spáir því að matarkarfan muni enn hækka í verði í næsta mánuði. Föt og skór munu hins vegar lækka í verði þar sem sumarútsölur fara að hefjast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK