Víðigerði verður North West Hotel

Víðigerði í Víðidal
Víðigerði í Víðidal Mynd af Facebook síðu North West Hotel & Restaurant

Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Veitingaskálanum Víðigerði sem er staðsettur við þjóðveg 1 í Víðidal. Víðigerði hefur nú fengið nafnið NorthWest Hotel & Restaurant.

Allt gistirými var tekið í gegn og er núna boðið upp á níu hótelherbergi, sem ýmist eru tveggja manna herbergi, hjónaherbergi eða fjölskylduherbergi en öll eru þau með sér baðherbergi.

Þá var veitingasalurinn stækkaður þar sem hægt er að spila pool eða horfa á boltann í beinni.

Matseðlinum var einnig breytt og er nú allt hráefni í réttina beint frá býli og má því bragða allt það besta sem íslenskar sveitir hafa upp á að bjóða. Þetta kemur fram hjá Veitingageiranum.

Á Facebook síðu North West Hotel & Restaurant kemur fram að búið sé að opna veitingastaðinn. Til stóð að opna fyrir páska en framkvæmdir töfðust hins vegar vegna veðurs. 

Á heimasíðu Visit Húnaþing kemur fram að hjónin Hallgrímur og Guðlaug séu eigendur veitingaskálans og vonast þau til þess að breytingarnar dragi til þeirra fleiri ferðalanga.

Allur matur verður beint frá býli.
Allur matur verður beint frá býli. Mynd af Facebook síðu North West Hotel & Restaurant
Víðigerði hefur tekið miklum breytingum.
Víðigerði hefur tekið miklum breytingum. Mynd af Facebook síðu North West Hotel & Restaurant
Alls eru herbergin níu talsins eftir breytingar.
Alls eru herbergin níu talsins eftir breytingar. Mynd af Facebook síðu North West Hotel & Restaurant
Allt var hreinað út í Víðigerði.
Allt var hreinað út í Víðigerði. Mynd af Facebook síðu North West Hotel & Restaurant
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK