Fimmtungur hatar auglýsingar KFC

KFC staðirnir munu fá yfirhalningu á næstunni og er þett …
KFC staðirnir munu fá yfirhalningu á næstunni og er þett nýja útlitið.

Kannanir sýna að um fimmtungur aðspurða þolir ekki nýjar KFC auglýsingar með Colonel Sand­ers í aðalhlutverki. 

Líkt og mbl hefur áður greint frá kallaði KFC Colonel Sand­ers, stofn­anda og and­lit skyndi­bitastaðar­ins, aft­ur til starfa eftir 21 árs hlé. Hann leikur í auglýsingunum í til­efni þess að 75 ár eru síðan kjúk­linga­upp­skrift­in góm­sæta var fund­in upp.

Samkvæmt Greg Creed, forstjóra Yum!, móðurfélags KFC, eru viðbrögðin við auglýsingunum 80% jákvæð en 20% aðspurðra hata þær. Creed segir það hins vegar vera góðar fréttir fyrir KFC.

Það sé vegna þess að fólk sé að minnsta kosti að tala um fyrirtækið og standi ekki á sama.

Ekki lengur vinsælastir

Markaðshlutdeild KFC hefur dregist mikið saman á síðustu árum og sérstaklega meðal yngri kynslóða þar sem kannanir sýna að um 60 prósent Bandaríkjamanna sem eru fæddir eftir árið 2000 hafi ekki einu sinni borðað á staðnum.

Skyndibitastaðurinn Chick-fil-A hefur tekið sæti vinsælasta kjúklingastaðar Bandaríkjanna og var með mun hærri sölutölur en KFC á síðasta ári þrátt fyrir að útibúin séu langtum færri.

Um 1.900 Chick-fil-A staðir eru í Bandaríkjunum og sala þeirra nam um sex milljörðum dollara á síðasta ári. KFC er aftur á móti með 4.800 staði og salan nam um 4,2 milljörðum dollara. 

Í auglýsingunum bregður Dar­rell Hammond, sem er þekkt­ur úr grínþátt­un­um Sat­ur­day Nig­ht Live, sér í gervi Colonel Sanders. „KFC borg­ar mér í kjúk­ling­um,“ var haft eft­ir Hammond í til­kynn­ingu vegna þessa. 

Frétt mbl.is: KFC fær nýtt útlit

Frétt Business Insider.

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/Dh2rHsxYh6U" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK