Kjúklingabændur krefjast lausnar

Bændur eru ofurseldir ákvörðun dýralækna.
Bændur eru ofurseldir ákvörðun dýralækna. AFP

Aðalfundur Félags kjúklingabænda gerir þá skýlausu kröfu til deiluaðila í verkfalli dýralækna að þeir finni lausn á ágreiningi sínum og ef þeim er það ómögulegt, að þá verði fundin leið til að starfsemi kjúklingabænda geti gengið eðlilega fyrir sig.

Þetta segir í ályktun frá aðalfundi félagsins. Þar segir að verkfall Bandalags háskólamanna, sem staðið hefur um nokkurra vikna skeið, snerti félagsmenn með afar afgerandi hætti. 

Bent er á að starfsemi búgreinarinnar sé svo háttað að slátrun fuglanna þurfi að fara fram jafnt og þétt, ólíkt því sem er t.d. í suðafjárrækt, þar sem slátrun fer fram að hausti og ekki utan þess tíma.

Reglur þær sem búgreinin starfar eftir eru settar af stjórnvöldum og eiga eftirlitsdýralæknar á vegum Matvælastofnunar að hafa eftirlit með slátrun alifugla. Slátrun til sölu afurðanna á almennum markaði án slíks eftirlits er óheimil. 

„Eftirlitdýralæknar eru starfsmenn Matvælastofnunar og hafa kjúklingabændur ekkert með kaup þeirra né kjör að gera.“

„Ákveði þeir að leggja niður störf í kjarabaráttu, þá eru bændur ofurseldir þeirri ákvörðun og geta ekkert gert til að hafa áhrif á lausn þeirrar deilu sem dýralæknar eru í gagnvart vinnuveitenda sínum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK