Kynna nýja hlutabréfavísitölu

Skapti Hallgrímsson

Íslensk verðbréf hafa tekið til notkunar ÍV Hlutabréfavísitöluna sem byggir á aðferðafræði sem þróuð er af ÍV.  

Á heimasíðu ÍV kemur fram að aðferðafræðin nýtist sem grunnur að stýringu hlutabréfasafna og byggir á skilvirkri dreifingu eigna.

Vísitalan mælir fjárfestingarhæfi hlutabréfa skráðra félaga á Aðalmarkaði Nasdaq OMX í gegnum seljanleika þeirra. Seljanleiki bréfa, eins og hann er skilgreindur samkvæmt ÍV, ákvarðar vigt bréfa í vísitölunni.

Félög fá þannig meira vægi eftir því sem áætlaður seljanleiki hlutabréfa þeirra er meiri.

Algengt er að notast sé við hlutabréfavísitölur sem mælikvarða á frammistöðu fjárfestingar. Horft er til yfir- eða undirvigtar og árangur safns borinn saman yfir tímabil. Á Íslandi er algengt að notast sé við OMX8GI vísitöluna í slíku samhengi.

ÍV Hlutabréfavísitalan er nýr mælikvarði á íslenskan hlutabréfamarkað.

Í samtali við Viðskiptablaðið segir Hreinn Þór Hauksson, sjóðsstjóri hjá ÍV Sjóðum að það sé skoðun ÍV að seljanleiki sé góður mælikvarði á gæði fjárfestinga og það sé út frá áhættudreifingu.

„Það þýðir í raun að það sé auðvelt að koma bréfinu í verð án þess að það hafi áhrif á heildarvirði bréfsins. Í vel dreifðu safni viltu hafa sem flest bréf vel seljanleg og að þau séu vel dreifð á milli flokka. Að hvert og eitt bréf leggi sitt af mörkum í verðmyndun eignasafnsins,“ segir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK