NSA með 201 milljón króna í hagnað

Starfsmenn Gogogic að störfum en Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á yfir þriðjung …
Starfsmenn Gogogic að störfum en Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins á yfir þriðjung hlutar í því. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hagnaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins, NSA, var 201 milljón króna á síðasta ári í samanburði við 13 milljóna króna hagnað árið á undan.

Rekstrartekjur námu 448 milljónum króna samanborið við 310 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld voru 246 milljónir króna, þar af voru færðar 102 milljónir króna í afskriftir sem varúðarniðurfærsla. Laun og tengd gjöld voru 78 milljónir króna en hjá sjóðnum starfa 6 starfsmenn. Laun og þóknanir til stjórnar og framkvæmdastjóra námu 16 milljónum.

Heildareignir sjóðsins voru í árslok 5,4 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall sjóðsins er 97,5%, að því er fram kemur í umfjöllun um afkomu hans í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK