Seldi 70 milljóna hlut í Össuri

Þorvaldur Ingvarsson
Þorvaldur Ingvarsson Mynd af heimasíður Össurar

Þorvaldur Ingvarsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Össurar, seldi í dag meirihluta hlutabréfa sinna í félaginu, eða fyrir rúmar sjötíu milljónir króna. Eftir söluna á hann alls 2.595 hluti í Össuri að andvirði rúmra 1,2 milljóna króna miðað við sama gengi.

Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þorvaldur seldi alls 147.405 hluti á genginu 475 krónur á hlut.

Þorvaldur á kauprétt að 575.000 hlutum til viðbótar eða að andvirði 273 milljóna króna miðað við sama gengi.

Samkvæmt síðasta árshlutauppgjöri Össurar dróst hagnaður sam­an um 21% milli ára og nam 9 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, eða 1,2 millj­arði ís­lenskra króna, eða 8% af sölu, sam­an­borið við 9% af sölu á fyrsta árs­fjórðungi 2014.

Sala nam alls 114 millj­ón­um Banda­ríkja­dala, eða 15,2 millj­örðum ís­lenskra króna, sem er aukn­ing um 5% frá fyrra ári, þar af 4% innri vöxt­ur, hvort tveggja mælt í staðbund­inni mynt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK